Íslenska
Þjóðfylkingin

Innanríkismál 1


ÍÞ vill stórefla löggæslu, landhelgis - og tollgæslu og auka þátttöku Íslands í eigin vörnum. Varðskipaflotinn verði
stórefldur og nýjar þyrlur keyptar fyrir gæsluna og sótt verði um styrkt til þess til mannvirkjasjóðs NATÓ. Þátttaka
Íslands í vörnum landsins verði aukin meðal annars með endurreisn Varnarmálastofnunar.
ÍÞ vill þjóðaratkvæðagreiðslur að hætti Sviss og stjórnlagadómstól í stjórnarskrá.
ÍÞ vill almenna skuldaleiðréttingu íbúðalána, upptöku nýrrar myntar (ríkisdal) sem tengd verði USA dollar og afnám
verðtryggingar. Tekið verði upp nýtt húsnæðiskerfi að danskri fyrirmynd. Reglur um fjármálafyrirtæki verið
stórhertar og einn lífeyrissjóður verði fyrir alla landsmenn. Tekið verði af hörku á spillingu og fjármálamisferli. ÍÞ vill
hækkun persónuafsláttar í 300 þúsund krónur og að tekjutengingar aldraðra og öryrkja verði afnumdar. Landsbanki
Íslands verði þjóðarbanki.





Innanríksmál 2


ÍÞ styður íslenskan landbúnað og að íslenskir bústofnar verði varðir og varðveittir.
ÍÞ vill endurskoðun fiskveiðistjórnunar frá grunni og stóraukið frelsi í sjávarútvegsmálum. Komið verði á frjálsum
strandveiðum strax. Fiskveiðiauðlindin verði sameign þjóðarinnar skv. stjórnarskrá.
ÍÞ vill að núverandi staðsetning innanlandsflugvallar verði til framtíðar.
ÍÞ vill að Landsvirkjun verði ætíð að fullu í eigu þjóðarinnar og ekki verði lagður rafmagns sæstrengur úr landi.
ÍÞ styður kristna trú og kristin gildi og viðhorf. Enda nátengd íslenskri þjóðmenningu. Ásatrú fái einnig stuðning af
sömu ástæðu. ÍÞ virðir trúfrelsi skv. stjórnarskrá.
ÍÞ er alfarið á móti að moskur verði reistar á Íslandi eins og þegar er gert í fjölmörgum ríkjum, bann verði lagt við
búrkum, umskurði kvenna af trúarlegum ástæðum og skólum íslamista á Íslandi.
ÍÞ vill stórefla löggæslu, landhelgis -
og tollgæslu og auka þátttöku Íslands
í eigin vörnum. Varðskipaflotinn verði
stórefldur og nýjar þyrlur keyptar fyrir
gæsluna og sótt verði um styrk til þess
til mannvirkjasjóðs NATÓ. Þátttaka
Íslands í vörnum landsins verði aukin
meðal annars með endurreisn
Varnarmálastofnunar.
ÍÞ vill þjóðaratkvæðagreiðslur að
hætti Sviss og stjórnlagadómstól í
stjórnarskrá.
ÍÞ vill almenna skuldaleiðréttingu


Utanríkismál


Utanríkismál
ÍÞ styður aðild Íslands að SÞ, NATO,
EFTA og norrænu samstarfi.
ÍÞ hafnar alfarið aðild Íslands að
ESB og TISA af pólitískum ástæðum.


ÍÞ vill Ísland úr Schengen strax
og vill hert landamæraeftirlit og
mjög herta innflytjendalöggjöf.
ÍÞ vill endurskoðun á EES með
tvíhliða viðskiptasamning við ESB
í huga sbr. Sviss. EES hentar ekki
íslenskum hagsmunum.